Færsluflokkur: Bloggar

Útilega í norðan garra

Fór á bryggjuhátíðina á Drangsnesi um helgina 17-19 júlí, keyrði úr 22-23 stiga hita í 7 gráður. Brrr. Á sunnudagsmorguninn vaknaði ég við háfaða rok, hélt að allt ætlaði í veður og vind. Náði að taka saman tjaldhiminn sem ég var með áður en það fauk út í buskann. Ætlaði að fara lengra norður á strandir, og eða yfir á vestfirðina en veðrið virðist ekki ætla að leika við mig þetta árið að fara þetta. Spáð var verra veðri á þessum slóðum í dag svo ég keyrði bara suður. Svo í dag var vinkona mín að spurja hvort ég vildi koma með í útilegu á Þingvöll, en ég bara þreytt ennþá og ekki að nenna að fara tjalda þvi ég er ekki með tjaldvagninn heima Smile enda flestar mínar græjur í vagninum Smile

Eigið ljúfa daga Heart 

 


Ættarmót

CIMG0080

afstaðið sem haldið var í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ Dalasyslu Smile. Afkomendur ömmu og afa . Gekk það ljómandi vel alveg hreint. Bróðir minn var kynnir og lék það vel af fingrum fram með ljóma.. Voru tekin nokkur atriði til að fara með og sagðir brandarar og sungið   Grillaður matur og allir borðuðu saman inni í sal.  

Síðan tóku ungir strákar við tónlistinni og spiluðu og sungu eitthvða frameftir nóttu, og færðu sig einhverjir út í brekku og mynduðu brekkusöng Whistling og fór það allt saman vel fram og flottur söngur að hlusta á. Vaknaði á sunnudagsmorguninn kl 5:40 við háfaða rok og læti , ég helt hreinlega að tjaldvagninn minn myndi fjúka á hliðina bara því það var allt á fleygi ferð. Lægði smá þegar líða tók á hádegið og uppúr því fór ég að taka saman og gekk það með príði Cool.  

Var búin að ákveða að fara lengra vestur , keyra Barðaströndina vestur á firði en var alltaf með á tilfinningunni að ég ætti ekki að fara neitt nema í Dalina á ættarmótið,en var alltaf að hugsa um að fara og þegar nær dró þá magnaðist tilfinningin um að ég ætti ekki að fara þetta svo ég fór bara suður aftur. Og viti menn, ástæðan var sú  að bremsuklossarnir að framan voru búnir og farnir að hljóða í Mosó á leiðinni heim Woundering og þar kom skíringin á tilfinningu minni  Smile. Svo ég keypti bremsuklossana í dag en á eftir að láta setja þá í nema ég geri það sálf bara LoL , ekkert mál fyrir Krúttu Grin.

Ömmumúsin heimsótti ömmu sína í dag 

Ömmu músin

 og gladdi ömmu hjarta Heart 


Góða helgi

kæru vinir. Njótið góða veðursins Smile InLove Heart

ömmu krúttar prins

mættur á svæðið kl 10:20 að morgni 11 júní ;)  51,5 cm og 3080 kg. Foreldrarnir svo stoltir af frumburði sínum og amman ekki minna stolt sko . DSC00215

Amman

Nú styttist í ömmuhlutverkið InLove  bara tímaspursmál Smile  Læt ykkur vita um leið og það gerist InLove

Dýrðar dagur

Ég og sonurinn vöknuðum 5:20 að morgni 6 júní skokkuðum með moggann, hengum svo í tölvunni í smá stund áður en við lögðum okkur aftur Sleeping.

Skelltum okkur í afmæli til litla frænda okkar 2já ára gæinn Wizard, þegar það var búið drifum við okkur með sunnudagsblaðið og þá var komið þetta yndælis veður sól og hiti, okkur langaði ekkert að fara inn svo ég náði í útilegu græjurnar sem ég á í geymslunni ( annað sett í bílnum ) setti út í garð, náði í grillið ( í bílinn ) og grilluðum okkur hamborgara og sátum úti í garði, borðuðum og létum sólina skína á okkur.  Útaf því við fórum ekki í útilegu þá bjuggum við okkur til útilegu úti í garði Happy en sofum inni Sleeping

Ég skutlaði vini mínum á pöbbinn rúmlega 1 og ég kíkti aðeins inn með honum og viti menn, ég sté ekki af dansgólfinu fyren ég fór heim aftur, ég stoppaði um klukkutíma, Oh það var svo dásamlegt að dansa og svífa um gólfið með lokuð augun og gleyma mér algerlega  InLove

Semsagt þetta var alveg dýrðar dagur hjá okkur syni mínum Heart

Eigið ljúfan og yndislegan sunnudag, það ætla ég að gera InLove 

 


viðburðir næstu daga

Góðan daginn allir hér. Hjá mér er vinnan alveg að verða búin, vinna í allan dag og skólaslit kl 18 í dag. Vinn svo 3 daga í næstu viku og þá er hið langþráða sumarfrí komið Jibbý. En mogginn verður til 3 júlí og þá er langbesta sumarfríið komið, þá verður skrölt af stað eitthvað, ættarmót helgina 10-12 júlí vestur í Saurbæ og stefnuskráin er að fara vestur á firði í júlí. Tounge Cool

Á sunndaginn núna mun ég skreppa vestur á Fellsströnd með 2 hesta, er að hjálpa frænku minni og kemur hún uðvitað með mér. Cool

Sorgar atburður gerðist í nótt,  fuglinn minn dó í smá slysi. Ég jarðaði hann úti í garði í morgun eftir að ég var búin að skokka með moggann. Heart

Eigið ljúfan og yndislegan dag elskurnar, það ætla ég að gera þrátt fyrir fuglsmissinn, ég veit og finn að hann er hjá mér samt. Blessuð sé minning hans.Heart

Knús og ljós til allra InLove 


Þreyta

Jahérna hvað ég er greinilega mikið þreytt, búin ða sofa í allan dag. Var að byrja á vöðvaslakandi lyfi Amilini ( þunglyndislyf ) og ég bara sef og sef. Ég fékk það ekki vegna þunglyndis heldur gigt. Reyndar var eg bara að byrja á því í gærkvöldi og kanski er þetta bara byrjunin svona, kemur í ljós Wink

Eins og sést þá var slökun hér í dag og það alsherjar slökun, vöknuðum um hádegi og ég gafst upp og lagði mig aftur milli 15:30 og 16:00. og vaknaði korter í 18:00. Svefndagur bara Cool fórum líka seint að sofa, bíóið var ekki búið fyren um miðnætti Smile

Skellti reyktu folaldakjöti í pott í kvöldmatinn, mmmmm hlakka til að borða Cool.

Sólin hefur komið af og til í dag, en það er alltaf vindur og hálf kalt. Sumarið er ekki orðið almennilega hlítt finst mér, ég er orðin eitthvað svo kulvís, veit ekki hvað veldur því eiginlega. Ég er alltaf kappklædd meða aðrir eru hálf berir Cool

Læt þetta duga að sinni, eigið gott kvöld hvar sem þið eruð og hvað sem þið eruð að gera, farið bara varlega kæru vinir InLove 

 


Dagurinn í dag

Í dag sváfum ég og sonur minn fram að hádegi, fengum frí frá mogganum vegna þess að þetta átti að vera útilegu helgi, en spáin var svo rigningarleg að ég nennti ekki að fara Wink

Við fórum í Sandgerði í 70 ára afmæli mágkonu mömmu minnar, það var mjög gaman og sé ekki eftir því Smile , renndi svo í gegnum Garð og kíkti á aðstöðuna á tjaldsvæðinu þar, allt til alls þar en get trúað því að það sé vindasamt þar, svo opið svæði og alveg niður við sjó Smile, en fallegur staður samt sem áður. 

Við sonurinn skelltum okkur  í bíó í kvöld á myndina Observe and Report,  alveg fínasta mynd Smile.

Vorum í gærkvödli með kósy bara heima í rólegheitum, og morgundagurinn verður eitthvað álíka líka í rólegheitum eða það er allavega stefnuskráin en þeir sem þekkja mig þá vita þau/þeir að  minar stefnuskrá standast mjög illa hehe Smile.

Guð gefi ykkur góða nótt og fallega og ljúfa drauma Sleeping

Knús og ljós til ykkar allra InLove 


Vorferð

var farin í dag með krakkana í skólanum, raðað var í 5 bíla og haldi á Þingvöll, borðað nesti og síðan var farið á sveitabæinn Heiðarbæ og skoðað ærnar og lömbin, og svo yndislegt að fá fjárhúsa lykt á sig ummmm, I love it InLove þó svo mér finnist fjósalyktin betri. Síðan var farið í sumarbústað og grillað hamborgara og leikið smá. Þegar það var búið þá var haldið í Almannagjá og skoðaður hellir sem hægt er að ganga í gegnum. 

Loksins þegar heim var haldið þá var komið þetta fína veður, rokið lægt og sólin farin að skína ótrufluð . Þegar við lögðum af stað um 9 í morgun þá ringdi og gekk á með éljum og frekar kalt að mínu mati, var svoleiðis veður framyfir hádegi. Vorum komin í skólann aftur rétt fyrir kl 16.  

Þegar ég kom heim henti ég fötunum beint í þvottavélina Smile og hendi sjálfri mér í bað á eftir Smile

Eigið ljúfar stundir dúllur mínar Smile

knús til ykkar Heart InLove 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband