Færsluflokkur: Bloggar

Mála

Þá er baðherbergið orðið skínandi hvítt, var málað í dag. Smile  

Amor

kom til mín í kvöld og verður fram á sunnudag. Amor er tjúa hundur sem frænka mín á, ég er að passa hann á meðan hún skellti sér í réttirnar vestur í Dali. Ég hefði farið líka ef pabbi og mamma væru enn þá búsett í sveitinni. En ég ætla njóta þess að hafa Amor hjá mér yfir helgina,. Langar svo í tjúa en mín peningabudda leyfir það ekki, eru svo dýrir. 

Eigið góða helgi elskurnar Kissing 

Hélduð þið núna að nú væri draumaprinsinn mættur útaf fyrirsögninni ?? InLove 


Draumur

í morgun þegar ég skreið undir sængina aftur og sofnaði,dreymdi mig, að ég og minn x værum nýbyrjuð saman aftur, við fórum ásamt fleyru fólki á matsölustað en stoppuðum ekki lengi við þar, vorum á leiðinni út aftur en stöldruðum við  rétt við dyrnar til að hlusta á trúbador, minn x var í kuldagalla 66 gráður norður, við virtumst vera alsæl að hafa byrjað aftur saman. Woundering 

En eitt get eg sagt ykkur að hann x verður ekki minn maður, hann er ekki hár og dökkhærður og með 2 börn á unglins aldri. þessi x er hár ljóshærður og algjör alvöru ljóska og á engin börn, hvorki ungabörn né unglinga. Svo eg þarf ekkert að óttast það. Smile

Hann hefur ekki hugsað til mín í heilan mánuð, en þegar hann hugsar til mín þá fer það ekkert á milli mála, þvi eg fæ hjartverk þegar hann hugsar til mín, hann er sjálfur hjartveikr Sick

Góða nótt elskurnar og ljúfa drauma til ykkar allra. Sleeping 

P,S, kann einhver að ráða drauminn ?? kannski er hann bara ekki neitt.  

 


Góða helgi

allir  Smile

Klukk

Ég var klukkuð af asdisemilia.

1) Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina :

Sláturhúsvinna

Verslun

Grunnskóli

Rólóvöllur.

2) uppáhalds kvikmynd :

Stella í orlofi

Jhonny Cash

Tina Turner

?

3) Fjórir staðir sem ég hef búið á :

Sveitin mín

reykjavík

4) Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar :

?

5) Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :

Sveitin mín 

Neskaupsstaður

Ísafjörður

Raufarhöfn

6) Fjórar síður sem ég skoða daglefa fyrir utan blogg :

facabook

barnaland

visir

tagged

7) Fernt sem ég held uppá matarkyns :

svínakjöt

lambakjöt

grjónagraut

hafragraut með rjóma

8) Fjórar bækur sem ég les oft :

les enga bók nema einu sinni .

9) Fjórir staðir sem ég vil helst vera núna :

Sveitin mín

Spáni

Danmörk

Ukraina

10) Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka :

gunnagusta

rauðka

aslaugosk

amman .

Hafið gott kvöld esskurnar Wink 

 

 

 

 

 


spákonan og

Á föstudaginn sótti ég um inngöngu í Tal símafélagið með internetið-heimasímann og gemsana tvo ( mins og sonarins ) og fékk þetta tengt í dag mánudag. Mér var sagt að þetta tæki 10-15 daga, en vinur minn ( snillinn )var mér þarna innanhandar til að fá breytinguna í gegn strax. Ég spara nokkra fjólubláa en veit náttúrulga ekki hversu lengi þau standa þessi tilliboð hjá þeim, en er á meðan er og allt í lagi að láta reyna á. Smile

Spákonan kom til mín í gærkv og jú jú hún er alveg á því að ég sé búinn að hitta prinsinn á hvíta hestinum Grin en ég hef bara ekki hugmynd um hver það er Woundering. Ég er á útopnu til að tékka hvar maðurinn getur verið. Ætli hann sé ekki beint fyrir framan nefið á mér þegar upp er staðið Grin 


Talvan dauð

Windows stýrikerfið hrundi í borðtölvunni minni Devil, einn vinur minn sem staddur er hjá mér í nokkra daga var að taka vélina í gegn, var búinn að taka alla tónlist og myndir sem ég vildi eiga yfir á flakkarann, og náði að opna eitt file sem var farið að stríða mér, og í var kominn vírus,  og þá bara búmm ! velin steindauð Alien. Hann ætlar að gera við hana áður en hann fer erlendis en hann býr erlendis. Hann er algjör snilli, er mörgum sinnum langtum betri en viðgerðarfólkið ( þótt ég ætli ekkert að lasta þeirra vinnu ) og tölvunarfræðingar og það fólk sem telur sig svo mikla og góða tölvunarfræðinga, þá kemst það aldrei með tærnar þar sem snillinn minn er með hælana.

Ég er að fara í matarboð hjá nágrönnum mínum og svo kemur vinkona mín með mér heim þvi við fáum aðra vinkonu í heimsókn til að skemmta okkur yfir kaffibolla. 

Ég er á útopnu allstaðar því nú er komið haust og ekki bólar á manninum mínum sem ég átti að hafa hitt í sumar og byrjuð með í haust, en haustið er sosem ekki búið Heartsvo ekki er öll von úti enn Smile


Ljósanótt og Catalína

Ég átti alveg dásamlega gott matarboð hjá bloggvinkonu og vinkonu í Njarðvík í kvöld. Fórum síðan í bæinn í Keflavík að sjá flugeldana og kíktum á pöbbaba. Ég reyndar fór heim um miðnættið og skellti mér á Catalínu að dansa, frétti að sonur minn gisti hjá nágrönnunum sem komu líka á Catalínu. Ég dýrka að dansa , fæ svo mikla útrás og kem alveg endurnærð heim. Tounge

Kostir þess að vera með fjölskylduna hjá Símanum

Allir á heimilinu spara með því að hringja á 0 kr. sín á milli og í heimasímann. 

Þú getur valið þá áskriftarleið sem hentar þér best eða verið með Mitt Frelsi.

Þú getur skráð 3-6 GSM númer í hverja fjölskylduMitt Frelsisnúmer getur hringt í heimasímann eða í GSM fjölskyldunnar þótt að inneignin sé búin.

Þú getur verið með eitt fyrirtækjanúmer skráð í fjölskylduleiðina og hringir þá fjölskyldan þín á 0 kr. í númerið.

Þú borgar ekkert aukalega fyrir að skrá fjölskylduna í Núllið og því fylgir engin skuldbinding.

Ég copyaði þetta af heimasíðu símans, það stendur að þu getir haft 3-6 gsm síma í hverja fjölskyldu, ég túlka þetta þannig að það sé líka hægt að hafa undir 3 gsm númer, og það kemur heldur ekki fram á risa-stóra bæklingnum sem sendur var heim. Mér finst þetta ekkert standa svart á hvítu að það ÞURFI að vera 3 gsm númar.  

Ég er sko ekki sátt. Devil 

 


Síminn

Ég ætlaði að skrá mig og prinsinn í núllið sem þeir eru að auglýsa, var að reyna það heima í tölvunni en gat það ekki því nr hans er ekki skráð í Mitt frelsi svo ég fór í eina verslun, en Nei ! verð að vera með 3 GSM númer og heimasímanúmer . Við erum bara tvö á heimilinu og með sitthvort númerið og heimasíminn.  Það semsagt hafa ekki allir rétt á þessu og fólki er mismunað. En í auglýsingunni kemur þetta ekki fram að það þurfi að vera 3 gsm númer. Ég er alveg ferlega ósátt við þá, ég ætla ath hjá hinum símafélögunum hvernig þetta er . 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband